Um okkur
Reynsla af umsýslu
NPA Setur Suðurlands var stofnað í ársbyrjun 2020 með það að markmiði að annast umsýslu NPA samninga auk þess að veita almenna ráðgjöf og aðstoð varðandi samningana og umsóknarferlið, en sambærilega þjónustu er ekki að finna á Suðurlandi.
Stjórnendur NPA Seturs Suðurlands hafa persónulega reynslu af umsýslu með NPA samningum og vilja nýta þá reynslu til að þjónusta aðra.
Hér er um nýjan valkost að ræða fyrir þá sem eru með, eða hafa áhuga á að sækja um NPA samninga.
NPA Setur Suðurlands hefur starfsleyfi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, til að fara með umsýslu NPA samninga á Suðurlandi, en auk þess sinnum við ráðgjöf óháð landssvæðum.
Reynsla af málefnum fólks með fötlun
Stjórnendur félagsins hafa áralanga reynslu af málefnum fólks með fötlun.
Á þeim grunni bjóðum við upp á ráðgjöf til einstaklinga eða fjölskyldna sem þurfa aðstoð við að átta sig á þessu umhverfi og þeirri þjónustu sem þeir kunna að eiga rétt á hjá sínu lögheimilis sveitarfélagi.
Reynsla af beingreiðslusamningum
Við búum einnig yfir reynslu af beingreiðslusamningum milli einstaklinga með fötlun og lögheimilissveitarfélags, en í sumum tilfellum geta slíkir samningar hentað þjónustuþörfinni betur.
Framkvæmdastjóri
Hafdís Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri NPA Seturs Suðurlands.
Menntun: BSc. í lífeindafræði auk þess sem hún leggur stund á meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst.
Reynsla: Hafdís hefur yfir 20 ára reynslu af málefnum fatlaðra auk þess að hafa víðtæka reynslu á sviði heilbrigðis-og velferðarmála. Hún þekkir vel til stjórnsýslunnar sem fyrrverandi kjörinn fulltrúi, forseti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar auk fleiri trúnaðarstarfa sem hún hefur gegnt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi.
hafdis@npasetur.is, sími: 690 2117
Mannauðsstjóri
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir er Mannauðsstjóri NPA Seturs Suðurlands.
Menntun: B-ed. frá KHÍ auk þess að hafa lokið diplomanámi í stærðfræði frá HR.
Reynsla: Inga hefur yfir 20 ára reynslu af málefnum fatlaðra, ásamt 15 ára kennslureynslu í grunnskóla og 10 ára stjórnunarreynslu í framhaldsskóla og á almennum vinnumarkaði. Hún var varaformaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum um nokkurra ára skeið.